Velkomin í hvalaskoðun með Whale Watching Hauganes

Velkomin á Hauganes –  einstaka fiskiþorpið við fjörðinn!

〜 Sérhópa-, hvata- og fjölskylduferðir með Hvalaskoðuninni á Hauganesi – elstu hvalaskoðun landsins 〜

Komdu í hvalaskoðun og sjóstöng með Hvalaskoðuninni á Hauganesi – með fjölskylduna, vinina, vinnuna eða skólakrakkana.
Leitaðu upplýsinga um ferðirnar okkar, verð og fyrirkomulag í síma 867 0000, í EP hér eða á whales@whales.is.

Hvalaskoðunin á Hauganesi er elsta hvalaskoðun landsins og er staðsett í hjarta Eyjafjarðar. Við gerum út tvo klassíska íslenska eikarbáta sem þykja einkar stöðugir og þægilegir. Allar ferðir eru kolefnisjafnaðar sem felur í sér að við gróðursetjum tré fyrir hverja ferð til að vega upp á móti kolefnisútblæstri ferðarinnar, ásamt því að við blöndum olíuna með lífdísli. Við erum í samstarfi við Vistorku.

Sumarið 2019 sáum við hvali í öllum okkar ferðum, þar á meðal hnúfubaka, hrefnur, hnísur, háhyrninga og steypireyðar. Hvalirnir voru að meðaltali í 20 mínútna fjarlægð frá Hauganesi og því stutt vegalengd til að líta þessar fallegu og jafnframt tignarlegu skepnur augum. 

Hér á Hauganesi finnur þú einnig veitingastaðinn Baccalá Bar, fullbúið tjaldstæði og heitu pottana vinsælu í Sandvíkurfjöru

Við hlökkum til að taka á móti þér! Bókaðu ferðina hér!